Mig dregur þrá

Mig dregur þrá
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Í lágum bæ, langt upp til fjalla
býr yngismær, sem ég elska mest,
en faðir hennar er forn í skapi,
og sagður tryllast ef hann sér gest.

Mig dregur þrá, dóttir bónda mig seiðir
eins og hunang býið – á heiðarslóð,
en hani vökull og hundur grimmur
þar verja bæinn í vígamóð.

Ég loga og brenn af löngun sárri,
sem leiðir andann á hættustig.
Ég á brott vil nema dóttur bónda þegar,
þótt karlinn hóti að hengja mig.

Mig dregur þrá, dóttir bónda mig seiðir
eins og hunang býið – á heiðarslóð,
en hani vökull og hundur grimmur
þar verja bæinn í vígamóð.

[m.a. á plötunni Hljómsveit Ingimars Eydal – Hljómsveit Ingimars Eydal, Þorvaldur, Helena, Vilhjálmur]