Sólnætur

Sólnætur
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Kristján frá Djúpalæk)

Allt vaknar til lífsins á vori,
sem veturinn gróf undir fönn.
Og gróðurnál fyrirheit gefur,
og glaðst er við skapandi önn.
Hreiður er fléttað úr hári,
á hraðflugi efnið er sótt,
því ástin í elskenda hjörtum,
ber árangur svimandi fljótt.
Og söngfuglar vaka, syngja og kvaka.
Hvern syfjar þá júnínótt?

Þá bregðum við okkur í bílinn
og brunum af stað upp í sveit.
Því öllum sé ósk býr í huga
að eiga sér friðsælan reit.
Ástin í brjóstunum brumar,
og blómknappar opnast þar skjótt.
Því einnig að dyrum hjá okkur,
ber alvaran sorglega fljótt.
En sælt verður sporið, með sól út í vorið.
Hver sefur þá júnínótt?

[m.a. á plötunni Póló og Bjarki – [ep]]