Síðasti valsinn

Síðasti valsinn
(Lag / texti: erlent lag / Óskar Ingimarsson)

Hvort manstu húmið hljóða á okkar nótt
og hljóða kveðjustund sem leið of fljótt?
Í hverjum kossi dulinn dómur okkar beið,
að dagur rynni, þá skildi leið.

Síðasta valsinn ég sveif,
sveif ég með þér brott úr glaumi.
Lagið sem hugann hreif,
það heillar mig enn í draumi.

Þú varst mér nóttin eina, hljóð og heit,
húmsins leyndarmál sem enginn veit.
Sem daggkyrrt huliðsblóm er fölnar fyrir dag,
nú er þín minning sem ljóð við lag.

Síðasta valsinn ég sveif,
sveif ég með þér brott úr glaumi.
Lagið sem hugann hreif,
það heillar mig enn í draumi.

Man ég húmið hljótt, okkar einu nótt,
og ég heyri það lag, sem í draumi.
La-la-la.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmssson – Fundnar hljóðritanir]