Kveðja til farmannsins

Kveðja til farmannsins
(Lag / texti: erlent lag / Ágúst Böðvarsson)

Í kvöld þegar fleyið ber þig burt frá mér,
bið ég að megi gæfan fylgja þér.
Meðan oss skilja hafsins svölu sund,
sælt er að eiga von um endurfund.

Hvert, sem þig aldan burtu frá mér ber,
brennandi þrá og ást mín fylgi þér.
Blærinn sem strýkur blítt um þína kinn
ber mína hjartans kveðju vinur minn.

[m.a. á plötunni Á sjó: fjórtán sjómannalög – ýmsir]