Uppi’ í skýjunum

Uppi‘ í skýjunum
(Lag / texti: Jens Hansson / Friðrik Sturluson)

Ég er uppi‘ í skýjunum og ég svíf, ekkert amar að.
Varla hægt að hugsa sér betra líf, bærilegri stað.

Uppi‘ í hæstu hæðunum yfir þér allan ársins hring.
Himneskt jaðarumhverfi, þetta er ágæt tilfinning.

Hugarorkan þeytir mér
hvert sem ég ætla mér að ná, á stjá.

Andartökin vængjuð fylgja mér.
Alls staðar og hér hugsa vel um þig.
Tek því sem að höndum mínum ber.
Helst að þurfi hér einhvern eins og mig.

Eitthvað er í loftinu undarlegt, áran verður kvik.
Hugboð kemur alveg nýtt, ótrúlegt, ég á hægt um vik.

Hugarorkan þeytir mér,
samstundis er ég hér.
Ég má til með að segja frá.
Þó að ég sé falinn þér,
skynjar þú ef ég fer þér frá, ó já.

Andartökin vængjuð fylgja mér.
Alls staðar og hér hugsa vel um þig.
Tek því sem að höndum mínum ber.
Helst að þurfi hér einhvern eins og mig.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Annar máni]