Skugginn

Skugginn
(Lag / texti: erlent lag (La Paloma) / Egill Bjarnason)

Hve oft, undur sæll, ég sit hér við gluggann minn,
og sé þá í öðrum glugga hvar skuggi þinn,
svo létt svífur bak við gisofin gluggatjöld,
er þú gengur nakin fram hjá sem nú er kvöld.

Þig mun ég ekki þekkja á björtum degi,
þó að við mætast kynnum á förnum vegi.
Skuggamynd þína hugur og hjarta geyma.
Henni ég aldrei lifandi mun gleyma.

Þér, mín óþekkta ást,
vil ég aldrei kynnast,
því þín fegurð af húminu hulin
heillaðan gjörði mig.

En ég að þér vil dást
og þín ætíð minnast,
því þinn skuggi er ljós mínu lífi.
Þannig elska ég þig.

[engar plötuupplýsingar]