Kveðjustund

Kveðjustund
(Lag / texti: Valdimar J. Auðunsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir)

Komdu sæl vina,
ég kem á þinn fund,
hjá þér vil ég staldra um örlitla stund.
Sjómennskan kallar á sjómanninn þinn,
ég fer bara í þetta sinn.

Ég tek þig í faðminn,
þú brosir svo blítt,
augun þín bláu og andlitið frítt.
Út yfir hafið þau æ fylgja mér,
ég aldrei mun gleyma þér.

Líkt eins og ljósið þú birtist mér þá,
mín heitasta ósk er að vera þér hjá.
Minning um gleði er gafstu um stund
geislar um mína lund.

Vertu sæl vina nú fer ég þér frá
er vef ég þig örmum mér
vöknar um brá.
Vertu nú hugrökk því ástvinan mín
ég aftur mun koma til þín.
Ég aftur mun koma til þín

[af plötunni Valdimar J. Auðunsson – Ástartöfrar]