Til mín

Til mín
(Lag / texti: Mammút / Katrína Mogensen)

Lá lá ólíkt þér,
yfir líkama minn þú syndir,
lágt lágt við læðumst um
en hugurinn minn hann segir,
við komumst ekki hátt hátt ef við
flækjumst inn undir skinni
en ég vil gæta og passa þig þó að
endirinn sé eftir andartak.

Skýr og skorinort ég er, þú heyrir allt
sem ég sagði aldrei, búðu um líkama
þinn eins og hann sé minn.

Ætli heyrist í mér
Já, kannski er sjórinn er kyrr með þér.

Skýr og skorinort ég er, þú heyrir allt
sem ég sagði aldrei, búðu um heiminn minn og ég verð þín.
Skýr og skorinort ég verð, mun grípa um eyru þín um leið og ég sé að þú villtir mig.
Ég finn lyktina af þér.

[af plötunni Mammút – Komdu til mín svarta systir]