Hæ hó

Hæ hó
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Hæ hó dillidó
ég á seðla meira‘ en nóg,
krakka tvist og bast,
bát og bungaló
og ég á þig fyrir vin.

Hæ hó dillidó
ég er meðlimur í Goodfellow,
ríkisrekið skáld
í frístundum hóó
og ég á þig fyrir vin,
þig fyrir vin.

Ég borga skattinn og borða skattinn þinn,
og dansa limbó og rokk við bókstafinn.
Hey!

Hæ hó dillidó,
ég er Kristur í stereó,
ég á heiminn en enga skó,
kross en ekkert blóð
en ég á þig fyrir vin,
þig fyrir vin

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Sturla]