Eftir predikun

Eftir predikun
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Sturla er loksins fermdur
dýrum varningi,
kalda borðið stendur,
lokið barningi
pabba og mömmu,
afa og ömmusystranna
sem lánuðu þeim fínu blúndudúkana
úr Húsmæðra.

Vasatölva‘ og prímus,
sjálftrekkt Omega,
ritsafn Einars Kvaran,
upplýst jarðkúla.
Heillaskeytin streyma
heillakallsins til.
Elsku Sturla, sértu velkominn
í tölu kristinna

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Sturla]