Bob Hope

Bob Hope
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Það gerðist einu sinni eitt lítið ævintýr,
þeir komu þúsund saman með gull og gaddavír.

Þeir kysstu oss á vangann og fólkið skellihló,
það sprangaði um bæinn með nesti og nýja skó.

Margir gengu úr rúmi fyrir gest að gömlum sið
en hverjir eru gestirnir, já hverjir erum við?

Fögur var vor fósturjörð,
fögur var vor fósturjörð.
Er hún það enn?
Er hún það enn?
Fögur var vor fósturjörð.

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Sturla]