Skýin

Skýin
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Við skýin felum ekki sólina‘ af illgirni,
við skýin erum bara‘ að kíkja‘ á leiki mannanna.
Við skýin sjáum ykkur hlaupa í rokinu,
klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum
eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans,
við skýin erum bara grá – bara grá.
Á morgun kemur sólin, hvað verður um skýin þá?

Nei við skýin felum ekki sólina‘ af illgirni,
við skýin erum bara‘ að kíkja‘ á leiki mannanna.
Við skýin sjáum ykkur hlaupa í rokinu,
klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum
eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans,
við skýin erum bara grá – bara grá.
Á morgun kemur sólin, hvað verður um skýin þá?
Hvað þá, hvað þá, hvað þá, hvað þá, hvað þá, hvað þá
– hvað verður um skýin þá?

[m.a. á plötunni Spilverk þjóðanna – Sturla]