Hippi

Hippi
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)

Hann var eitt sinn hippi á rósóttum kjól
og glæsta draumi í brjósti ól.
Flötum beinum margan dag
sat hann uppi‘ á Arnarhól
og horfði yfir safírbláan sæinn.
Tiplaði á sandölum um bæinn.

Hann snæddi spítt og líka hass
og LSD-i stakk í rass,
já, það er alveg augljóst mál
að lífsins braut er skreip og hál.
Svo var hann í meðferð innið á Kleppi,
þvoði gólf, söng og hnýtti teppi.

Hann málaði myndir af sjálfum sér,
með rafknúinn gítar sem heitir Fender
að þenja á Woodstock með Family stone,
hann töfraði fram hinn hreina tón.

Nú er hann eins og pabbi sinn
á þönum daginn út og inn
í bankanum frá níu til fimm
með stressarann og hattkúfinn.
Handfjatlandi hundraðkalla knippi
en eitt sinni hippi, ávallt hippi.

Hann sem fríkaði forðum í Tjarnarbúð út
er nú fastagestur í Hollywood,
mænir á meyjar og video
og dreymir um Alfa romeo.

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Ísland]