Veðurglöggur

Veðurglöggur
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Svífur yfir sænum
að þrotum komið ský,
snýtir sér í bænum.
Kappklædd kona tekur eftir því
hvað Jóni Sigurðssyni
hljóti að vera kalt
frakkalausum, vini
lands og þjóðar húrrað sautjánfalt.

Veðurglöggur rýnir, rekur görn,
ranglar út í sortann. Biður lágt
til guðanna um loftmyndir,
norðurljós og hæga vestanátt.

Það pípir og pissar inn
á plussið í lófann minn.
Þeir spáðu einn liðinn dag,
það fjaraði‘ og flæddi að.

Þylur úti á hóli,
þulu syngur hlær
Kári í jötunmóði
mígur upp í vindinn elliær.

Veðurglöggur rýnir, rekur görn,
ranglar út í sortann. Biður lágt
til guðanna um vígahnetti, þrumuský
og ný dekk undir Karlsvagninn. Svo finnst mér að mætti fjölga í fiskunum.
Það pípir og pissar inn á plussið í lófann minn.
Þeir spáðu…

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]