Orðin tóm

Orðin tóm
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Ég bíð hér enn bakatil,
borin von, tapað spil.

Engin grið, nakin neyð,
ekkert líf, engin leið.

Skrýtið, undarlegt
að bera á herðum sér
drottinn, heilan her
því hann sagði mér
„því byrði, hún er mín“.

En ég bíð ei meir, á nóg með mig,
læt karlinn um að sjá um sig.

Hvað um þig? Orðin tóm
dugðu‘ ei mér né Wennerbóm.

Skrýtið, undarlegt
að bera á herðum sér
púka, heilan her
því fer sem fer,
þín byrði hún er þín.

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]