Styttur bæjarins
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)
Einn, tveir úr Vogunum fóru í götuskó,
gengu þeir í honum víðs vegar en hins vegar
voru þeir á höttunum eftir skósmiðnum.
Þeir gengu Miklubraut og hittu Einar Ben,
skáldið er alltaf í frakkanum aðhnepptum – hnésíðum.
Einar er ein af styttum bæjarins
sem enginn nennir að horfa á,
grey stytturnar
aleinar á stöllunum
og sumar allsberar.
Bertel Thorvalsen og Jónas Hallgrímsson,
Berlínarbjörninn og Óli Thors,
kóngurinn og vatnsberinn
og útilegumaðurinn.
Styttur bæjarins sem enginn nennir að horfa á,
grey stytturnar aleinar á stöllunum
[m.a. á plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]