Cyclone (1994-95)

Hljómsveitin Cyclone úr Mosfellsbæ starfaði um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar og keppti þá tvívegis í Músíktilraunum.

Fyrra skiptið var vorið 1994 og voru meðlimir Cyclone þeir Kristófer Jensson söngvari, Hugi Jónsson bassaleikari, Egill Hübner gítarleikari og Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson Scheving trommuleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar og var Kristófer kjörinn besti söngvarinn það árið. Síðara skiptið (1995) voru sömu meðlimir sem skipuðu sveitina og komust þeir félagar aftur í úrslitin án þess þá að raða sér meðal efsta sæta.

Cyclone virðst hafa hætt störfum fljótlega eftir síðari Músíktilraunirnar en meðlimir hennar hafa komið víða við í tónlistinni síðar, Kristófer og Hugi hafa t.a.m. báðir gert garðinn frægan á söngsviðinu, Kristófer með hljómsveitinni Lights on the highway og Hugi sem óperusöngvari.