Carpet (1992-99)

Hljómsveitin Carpet úr Mosfellsbæ starfaði á tíunda áratug síðustu aldar, skipuð ungum og efnilegum tónlistarmönnum og reyndi að ná eyrum alþjóðamarkaðarins, sveitin ól af sér nokkra tónlistarmenn sem síðar urðu þekktir. Saga sveitarinn nær allt til ársins 1992 þótt ekki fengi hún endanlegt nafn sitt strax, í fyrstu gekk hún líklega undir nafninu Belle og…

Cyclone (1994-95)

Hljómsveitin Cyclone úr Mosfellsbæ starfaði um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar og keppti þá tvívegis í Músíktilraunum. Fyrra skiptið var vorið 1994 og voru meðlimir Cyclone þeir Kristófer Jensson söngvari, Hugi Jónsson bassaleikari, Egill Hübner gítarleikari og Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson Scheving trommuleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar og var Kristófer kjörinn besti söngvarinn það árið.…

Karpet (1998)

Hljómsveitin Karpet keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Sama ár kom lag með sveitinni út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Kristófer Jensson söngvari, Hallgrímur Jón Hallgrímsson bassaleikari, Arnar Ingi Hreiðarsson trommuleikari, Eyþór Skúli Jóhannesson gítarleikari og Egill Árni Hübner gítarleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Karpet.