Grund

Grund
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)

Ég er gömul og lúin,
geymd inni‘ á Grund.
Það er kippkorn í garðinn.
Maí, júní – pass.

Þar sefur Sigurður Breiðfjörð
með skott undir kinn,
já það er búið að mæla
út reitinn minn.

Tíminn bíður þótt hjartað það kunni‘ að slá,
hér á enginn heima þótt dvelji um stund…
… og íslenski fáninn er hálfur að húni hvern dag
við elliheimilið Grund.

Á sunnudögum kemur stundum sonardóttir mín
og færir mér á pilsnerflösku heimabruggað vín.
Við skeggræðum um mannlífið og spilum María
við eigum saman miða í happadrætti DAS.

Við erum gömul og lúin,
geymd inni á Grund,
það er örskot í garðinn.
Júní, júlí – pass.

[af plötunni Spilverk þjóðana – Ísland]