Carnival [1] (1977-79)

Carnival

Hljómsveitin Carnival mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1977 til 79, sveitin lék mestmegnis á skemmtistöðum Reykjavíkur og á Keflavíkurflugvelli.

Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1977 og hafði þá verið stofnuð upp úr The Incredibles sem hafði lagt upp laupana stuttu áður, meðlimir Carnivals voru Pétur Grétarsson trommuleikari, Guðmundur Höskuldsson gítarleikari, Runólfur B. Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi Björnsson bassaleikari og Linda Walker söngkona. Svo virðist sem Ari Agnarsson hljómborðsleikari hafi svo fljótlega bæst í hópinn.

Carnival starfaði til 1979.