The Incredibles (1976-77)

incredibles-the

The Incredibles

Hljómsveitin The Incredibles starfaði í nokkra mánuði, spilaði balltónlist og sérhæfði sig aðallega í tónlist frá sjöunda áratugnum.

The Incredibles var stofnuð í árslok 1976 í Garðabænum og voru meðlimir hennar Pétur Grétarsson trommuleikari, Pétur Jónasson gítarleikari, Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi Björnsson bassaleikari og Sigríður Thorsteinsson (Dusty) söngkona.

Linda Walker tók síðan við sönghlutverkinu af Sigríði um sumarið 1977 en sveitin starfaði eitthva fram eftir hausti áður en hún hætti og Carnival var stofnuð upp úr henni.