Metal (1980-85)

Hljómsveitin Metal var starfrækt um fimm ára skeið á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, þrátt fyrir nafnið lék sveitin ekki þungarokk heldur danstónlist fyrir alla aldurshópa. Metal var stofnuð snemma hausts 1980 og sögðust meðlimir sveitarinnar myndu leggja áherslu á kántrítónlist enda væru fáar þess konar sveitir hérlendis. Lítið virðist þó hafa farið fyrir…

Blúsbrot [2] (2006-)

Blúsbrot er sveit skipuð meðlimum sem fyrir löngu síðan starfræktu hljómsveitina Stæla. Sveitin kemur fram opinberlega einu sinni á hverju ári og hefur líklega gert það frá stofnun en meðlimir hennar eru Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Helgi Sigurðsson trommuleikari, Jón Yngvi Björnsson söngvari og bassaleikari, Stefán E. Petersen hljómborðsleikari og Linda Walker söngkona.

The Incredibles (1976-77)

Hljómsveitin The Incredibles starfaði í nokkra mánuði, spilaði balltónlist og sérhæfði sig aðallega í tónlist frá sjöunda áratugnum. The Incredibles var stofnuð í árslok 1976 í Garðabænum og voru meðlimir hennar Pétur Grétarsson trommuleikari, Pétur Jónasson gítarleikari, Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi Björnsson bassaleikari og Sigríður Thosteinsson (Dusty) söngkona. Linda Walker tók síðan við…