California nestbox (1988-90)

Hljómsveitin California nestbox starfaði á árunum 1988 til 1990 (sé miðað við útgáfuár safnsnælda sem sveitin kom við sögu á) en hún var skipuð þremenningum á framhaldsskólaaldri sem allir voru áfram viðloðandi tónlist. Þetta voru þeir Magnús Hákon Axelsson bassaleikari, Atli Jósefsson söngvari og gítarleikari og Þorvaldur Gröndal trommuleikari.

Tríóið átt tvö lög á safnsnældunni Skúringar sem kom út árið 1988 og þrjú lög einnig á sams konar kassettu, Strump en hún kom út tveimur árum síðar.