Múzzólíní (1987-88)

Múzzólíní

Hljómsveitin Múzzólíní var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Þorvaldi Gröndal trommuleikara (Trabant, Kanada o.m.fl.), Henry Henryssyni söngvara, Einari Þór Sverrissyni bassaleikara og Atla Jósefssyni gítar- og fiðluleikara.

Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hóf spilamennsku á fullu og átti efni á safnsnældunum Snarl og Snarl II um sumarið og haustið, þá aðeins fárra mánaða gömul.

Sveitin varð þó ekki langlíf, Þorvaldur trommuleikari hætti vorið 1988 og tók Björn Gunnlaugsson (Mosi frændi) við trommunum af honum, Múzzólíní starfaði líklega ekki lengi eftir það en náði þó að gefa út snælduna Slys, í hundrað og fimmtíu eintökum áður. Einnig kom út splitsnælda með sveitinni þar sem hún spilaði ásamt Mosa frænda en sú bar nafnið M&M.

Efni á plötum