Mosi frændi (1985-88 / 2009-)

Hljómsveitin Mosi frændi átti einhvern eftirminnilegasta sumarsmell sem komið hefur út á Íslandi, lagið sem varð feikivinsælt mun þó ekki hafa öðlast vinsældir sínar fyrir gæði hljómsveitarinnar eða spilamennskunnar heldur miklu fremur fyrir hið gagnstæða en sveitin sem mætti skilgreina sem pönksveit, þótti óvenju illa spilandi. Mosi frændi hafði verið stofnuð haustið 1985 innan veggja…

Múzzólíní (1987-88)

Hljómsveitin Múzzólíní var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Þorvaldi Gröndal trommuleikara (Trabant, Kanada o.m.fl.), Henry Henryssyni söngvara, Einari Þór Sverrissyni bassaleikara og Atla Jósefssyni gítar- og fiðluleikara. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hóf spilamennsku á fullu og átti efni á safnsnældunum Snarl og Snarl…

P.P. (2007 – )

Hljómsveitin P.P. er hljómsveit sem kemur saman með reglulegu millibili (t.d. 2007 og 2011) og sérhæfir sig í tónlist Purrks Pillnikks. 2011 var sveitin skipuð þeim Birgi Jónssyni trommuleikara, Pétri Heiðari Þórðarsyni gítarleikara, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara og Birni Gunnlaugssyni söngvara.