Múzzólíní (1987-88)

Hljómsveitin Múzzólíní var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Þorvaldi Gröndal trommuleikara (Trabant, Kanada o.m.fl.), Henry Henryssyni söngvara, Einari Þór Sverrissyni bassaleikara og Atla Jósefssyni gítar- og fiðluleikara. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hóf spilamennsku á fullu og átti efni á safnsnældunum Snarl og Snarl…

P.P. (2007 – )

Hljómsveitin P.P. er hljómsveit sem kemur saman með reglulegu millibili (t.d. 2007 og 2011) og sérhæfir sig í tónlist Purrks Pillnikks. 2011 var sveitin skipuð þeim Birgi Jónssyni trommuleikara, Pétri Heiðari Þórðarsyni gítarleikara, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara og Birni Gunnlaugssyni söngvara.