Pottþétt serían [safnplöturöð] (1995-)

Haustið 1995 settu plötuútgáfurnar Spor og Skífan sameiginlega á fót safnplötuseríuna Pottþétt en hún hefur að geyma vinsæl lög, einkum erlend í bland við íslensk sem líkleg eru til vinsælda. Pottþétt-serían er fyrir löngu orðin lífseigasta safnplötuserían á Íslandi og telur orðið hátt í hundrað plötur, sem flestar eru tvöfaldar þannig að hver plata inniheldur…

P.O. Bernburg & orkester (1933)

P.O. Bernburg og orkester munu líklega einungis hafa leikið inn á eina plötu árið 1933 en ekki verið starfandi sem eiginleg hljómsveit. Ekki er alveg á hreinu hverjir voru í þessari sveit en menn hafa giskað að hún hafi innihaldið Poul Otto Bernburg (eldri) sem lék á fiðlu, Tellefsen harmonikkuleikara (ekki Tollefsen eins og sums…

P.P. (2007 – )

Hljómsveitin P.P. er hljómsveit sem kemur saman með reglulegu millibili (t.d. 2007 og 2011) og sérhæfir sig í tónlist Purrks Pillnikks. 2011 var sveitin skipuð þeim Birgi Jónssyni trommuleikara, Pétri Heiðari Þórðarsyni gítarleikara, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara og Birni Gunnlaugssyni söngvara.

P.P. djöfuls ég (1984)

P.P. djöfuls ég var hljómsveit eða eins konar verkefni sem Einar Örn Benediktsson ásamt Braga Ólafssyni bassaleikara, Kristni Árnasyni gítarleikara og Sigtryggi Baldurssyni slagverksleikara starfrækti vorið 1984. Sveitin mun hafa tekið upp efni sem var í framsæknari kantinum en það hefur að öllum líkindum aldrei verið gefið út þrátt fyrir að platan finnist í útgáfuskrá…

Pakistan (1985-86)

Pönksveitin Pakistan starfaði á Siglufirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar, 1985 og 86. Meðlimir sveitarinnar voru Þórhallur Gauti Sigurðsson gítarleikari, Magnús Benónýsson bassleikari og Keli [?] trommuleikari.

Palindrome (2003-08)

Hljómsveitin Palindrome var líklega stofnuð 2003 af Friðrik Helgasyni bassaleikara, Gunnari [?] trommuleikara og Guðjóni Heiðari Valgarðssyni söngvara og gítarleikara en sá síðastnefndi er sonur Valgarðs Guðjónssonar söngvara Fræbbblanna. Fljótlega tók Valdís Thor við bassanum en Dagbjartur Elís Ingvarsson tók síðan við af henni. Fleiri mannabreytingar hafa orðið í sveitinni, t.d. var Magnús [?] trommuleikari…

Panik (1985-86)

Hljómsveitin Panik var starfandi 1985 og 86, hún var skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar 1985 en virðist ekki hafa mætt til leiks. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar.

Pass [1] (1979-85)

Hljómsveitin Pass var stofnuð í Mosfellssveit 1979 og innihélt meðlimi sem síðar voru þekktir undir nafninu Gildran. Sveitin spilaði þungt rokk og voru sveitarmeðlimir Karl Tómasson söngvari og trommuleikari, Birgi Haraldsson söngvari og gítarleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari og líklega gítarleikarinn Hákon Möller, þeir þrír fyrst töldu höfðu stofnað sveitina. Á einhverjum tímapunkti var Einar S.…

Paxromania (1991)

Rafblússveitin Paxromania frá Akranesi starfaði 1991 og keppti þá í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Harðarson gítarleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari, Svanfríður Gísladóttir söngkona og Óskar Pétursson trommuleikari. Paxromania komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Páskar (um 1980)

Hljómsveitin Páskar var starfandi líklega á níunda áratugnum og hafði m.a. að geyma Jón Ólafsson hljómborðsleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina eða meðlimi hennar.

Pearl (um 1975)

Hljómsveitin Pearl var starfrækt fyrri hluta áttunda áratugar 20. aldar en Haraldur Þorsteinsson bassaleikari var í sveitinni. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hana, hvorki líftíma né aðra meðlimi hennar.

Pelican (1973-77 / 1993 / 2001)

Hljómsveitin Pelican auðgaði íslenskt tónlistarlíf um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar en hún var stofnuð sumarið 1973 af Pétri Wigelund Kristjánssyni söngvara og Gunnari Hermannssyni bassaleikara sem höfðu verið saman í hljómsveitinni Svanfríði, einnig voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Ómar Óskarsson gítarleikara meðal stofnenda en þeir höfðu verið í sveit sem hét…

Pereats piltarnir (1986)

Hljómsveitin Pereats-piltarnir starfaði 1986 og var skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar þá um vorið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hversu lengi hún starfaði.

Perlan [1] (1967-69)

Hljómsveitin Perlan var ísfirsk, starfandi 1967-69. Sveitin innihélt Rafn Jónsson trommara, Ásgeir Ásgeirsson bassaleikara, Guðmund Baldursson gítarleikara og Þráin Sigurðsson orgelleikara. Perlan var einhvers konar skólahljómsveit enda voru meðlimir hennar allir á grunnskólaaldri, og gekk hún um tíma undir nafninu Útför Rabba Jóns. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Piranha (1993)

Hljómsveitin Piranha úr Árnessýslu var starfandi 1993. Þetta var rokksveit og voru meðlimir sveitarinnar þeir Emil Ö. Friðriksson og Sigfús Þ. Sigurjónsson gítarleikarar, Ómar Traustason bassaleikari, Steingrímur Óskarsson trommuleikari og Sverrir Eiríksson söngvari. Piranha átti lög á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina.

Poppins flýgur (1990-94)

Hljómsveitin Poppins flýgur (einnig nefnd Poppins) var starfandi á Selfossi upp úr 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ólason gítarleikari (Skítamórall), Sigurður Fannar Guðmundsson söngvari, Steinar Erlingsson bassaleikari og Jóhann Bachmann trommuleikari (Skítamórall). Poppins flýgur átti lög á safnplötunum Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993 og Sándkurl sem kom út ári síðar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar…

Prayng Mentis (1996)

Dúett þeirra Sverris Þorvaldssonar gítarleikara og Garðars Jenssonar sem spilaði á trommur og bassa. Prayng Mentis átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem út kom 1996. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Presto (1982)

Unglingahljómsveit með þessu nafni starfaði í Kópavoginum árið 1982 og lék þungt rokk. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en allar slíkar mætti senda Glatkistunni

Prozac (1998-99)

Hljómsveitin Prozac frá Dalvík spilaði rokk í þyngri kantinum og starfaði á árunum í kringum aldamótin. Sveitin var hugsanlega stofnuð 1998 en ári síðar keppti sveitin í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Í framhaldinu kom út lag með sveitinni á safnplötunni Rokkstokk 99. Ekki liggur fyrir hverjir meðlimir Prozac voru þá aðrir en Magnús Hilmar Felixson…

Prófessor X (1986)

Hljómsveitin Prófessor X var stofnuð snemma árs 1986 og hafði frá upphafi að geyma þá Ragnar Óskarsson bassaleikara (Bubbleflies o.fl.), Pétur Hallgrímsson gítarleikara (Cosa nostra o.m.fl.), Eyjólf Lárusson trommuleikara og Óskar Þórisson söngvara og saxófónleikara (Mogo homo, Taugadeildin o.fl.). Sveitin starfaði einungis í nokkra mánuði og kom reglulega fram opinberlega, m.a. í tengslum við 200 ára…

Puppets (1983)

Hljómsveitin Puppets var stofnuð í marsbyrjun 1983 í Reykjavík. Í upphafi voru meðlimir hennar Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari (Start, Þeyr o.fl.) Rúnar Erlingsson bassaleikari (Utangarðsmenn), Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari (Start o.m.fl.) Kristján Edelstein gítarleikari (Chaplin) og Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari (Tappi tíkarrass o.fl.). Þeir Kristján, Rúnar og Oddur heltust þó úr lestinni áður en sveitin spilaði…

Púngó og Daisy (1981-82)

Rokksveitin Púngó og Daisy var skipað þeim Skúla Gautasyni (Sniglabandið) söngvara og bassaleikara, Kjartani Kjartanssyni trommuleikara, Veturliða Óskarssyni gítarleikara og Kristjáni Valssyni ásláttarleikara, og lét að sér kveða sumarið 1982 á Melarokki og í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Sveitin var stofnuð 1981 í Reykjavík og starfaði í u.þ.b. ár.

Pöbb-bandið Rockola (1984-85)

Hljómsveitin Rockola kenndi sig iðulega við Pöbb-inn við Hverfisgötu og var því ævinlega nefnd Pöbb-bandið Rockola. Sveitin spilaði veturinn 1984-85 á umræddum stað og um jólaleytið 1984 gaf hún út fjögurra laga tólf tommu plötu með aðstoð Pöbb-sins, sem hafði að geyma jólalög. Þeim til aðstoðar á plötunni var m.a. trúbadorinn JoJo en hann samdi tvö…