P.P. djöfuls ég (1984)

engin mynd tiltækP.P. djöfuls ég var hljómsveit eða eins konar verkefni sem Einar Örn Benediktsson ásamt Braga Ólafssyni bassaleikara, Kristni Árnasyni gítarleikara og Sigtryggi Baldurssyni slagverksleikara starfrækti vorið 1984.

Sveitin mun hafa tekið upp efni sem var í framsæknari kantinum en það hefur að öllum líkindum aldrei verið gefið út þrátt fyrir að platan finnist í útgáfuskrá Grammsins undir númerinu Gramm 19, þar er talað um 10“ vínylplötu.

Líklega starfaði P.P. djöfuls ég einungis í stuttan tíma.