Palindrome (2003-08)

engin mynd tiltækHljómsveitin Palindrome var líklega stofnuð 2003 af Friðrik Helgasyni bassaleikara, Gunnari [?] trommuleikara og Guðjóni Heiðari Valgarðssyni söngvara og gítarleikara en sá síðastnefndi er sonur Valgarðs Guðjónssonar söngvara Fræbbblanna. Fljótlega tók Valdís Thor við bassanum en Dagbjartur Elís Ingvarsson tók síðan við af henni.

Fleiri mannabreytingar hafa orðið í sveitinni, t.d. var Magnús [?] trommuleikari um tíma.

Haustið 2005 lék sveitin á tónleikum til heiðurs Herði Torfasyni sextugum en afraksturinn var síðar gefinn út á plötunni Hörður Torfason: Heiðurstónleikar 10.09.05.

Sveitin var enn starfandi 2008, skipuð þeim Dagbjarti og Guðjóni, auk Hreiðars Más Arnarsonar trommuleikara. Sveitin hafði þá starfað með einhverjum hléum og mannabreytingum. Nánari upplýsingar um sveitina og sögu hennar eru vel þegnar.