Piranha (1993)

engin mynd tiltækHljómsveitin Piranha úr Árnessýslu var starfandi 1993. Þetta var rokksveit og voru meðlimir sveitarinnar þeir Emil Ö. Friðriksson og Sigfús Þ. Sigurjónsson gítarleikarar, Ómar Traustason bassaleikari, Steingrímur Óskarsson trommuleikari og Sverrir Eiríksson söngvari.

Piranha átti lög á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina.