Perlan [1] (1967-69)

engin mynd tiltækHljómsveitin Perlan var ísfirsk, starfandi 1967-69. Sveitin innihélt Rafn Jónsson trommara, Ásgeir Ásgeirsson bassaleikara, Guðmund Baldursson gítarleikara og Þráin Sigurðsson orgelleikara.

Perlan var einhvers konar skólahljómsveit enda voru meðlimir hennar allir á grunnskólaaldri, og gekk hún um tíma undir nafninu Útför Rabba Jóns. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.