Poppins flýgur (1990-94)

Poppins flýgur

Hljómsveitin Poppins flýgur (einnig nefnd Poppins) var starfandi á Selfossi upp úr 1990.

Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ólason gítarleikari (Skítamórall), Sigurður Fannar Guðmundsson söngvari, Steinar Erlingsson bassaleikari og Jóhann Bachmann trommuleikari (Skítamórall). Poppins flýgur átti lög á safnplötunum Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993 og Sándkurl sem kom út ári síðar.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.