Bandalagið (1983-85)

engin mynd tiltækAkureysk hljómsveit að nafni Bandalagið starfaði 1984-85 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar seinna árið, ári fyrr hafði hún einnig tekið þá í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina en hafði ekki erindi sem erfiði í þessum tveimur keppnum.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigfús Óttarsson trommuleikari (Baraflokkurinn, Jagúar o.fl.), Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið, Eldfuglinn o.fl.), Jósep Friðriksson gítarleikari, Atli Örvarsson (Sálin hans Jóns míns, SSSól o.fl.) hljómborðsleikari og Friðþjófur Sigurðsson bassaleikari (Sniglabandið o.fl.).

Einhvern tímann voru Eggert Benjamínsson trommuleikari og Hallgrímur Óskarsson gítarleikari í sveitinni og þá líklega í upphafi.

Bandalagið gæti einnig hafa verið starfandi 1983.