Paxromania (1991)

engin mynd tiltækRafblússveitin Paxromania frá Akranesi starfaði 1991 og keppti þá í Músíktilraunum Tónabæjar.

Meðlimir sveitarinnar voru Einar Harðarson gítarleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari, Svanfríður Gísladóttir söngkona og Óskar Pétursson trommuleikari.

Paxromania komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.