Pass [1] (1979-85)

Pass [1] (2)

Pass

Hljómsveitin Pass var stofnuð í Mosfellssveit 1979 og innihélt meðlimi sem síðar voru þekktir undir nafninu Gildran. Sveitin spilaði þungt rokk og voru sveitarmeðlimir Karl Tómasson söngvari og trommuleikari, Birgi Haraldsson söngvari og gítarleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari og líklega gítarleikarinn Hákon Möller, þeir þrír fyrst töldu höfðu stofnað sveitina.

Á einhverjum tímapunkti var Einar S. Ólafsson (oftast kenndur við lagið Þú vilt ganga þinn veg) í sveitinni og ef til vill voru meðlimir hennar fleiri um tíma en það finnast engar heimildir um það.

Haustið 1982 keppti sveitin í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en hún hafði þá spilað lengi á skemmtistöðum og sveitaböllum í Reykjavík og nágrenni.

Undir það síðasta (líklega 1984 eða 85) hætti Hákon í sveitinni og gengu Hinrik Bjarnason og Ágúst Leósson gítarleikarar til liðs við hana um svipað leyti en Pass tók sér eitthvert hlé áður en hún birtist á sjónarsviðinu undir nafninu Gildran, árið 1985, þá skipuð þremenningunum Birgi, Karli og Þórhalli.