Sextett Bigga Haralds (1981)

Sextett Bigga Haralds

Sextett Bigga Haralds var eins konar ballhljómsveit starfandi sumarið 1981 í Mosfellssveit og mun hafa verið hliðarverkefni við hljómsveitina Pass sem sömu meðlimir starfræktu um svipað leyti, stofnuð upp úr hljómsveitinni Partý.

Kjarni sveitarinnar var sá hinn sami og síðar skipaði Gildruna, þeir Birgir Haraldsson söngvari (sem sveitin er einmitt kennd við), Karl Tómasson trommuleikari og Þórhallur Árnason bassaleikari en aðrir meðlimir voru Hákon G. Möller gítarleikari, Hjalti Árnason (Hjalti Úrsus) hljómborðsleikari og Heimir Sigurðsson píanóleikari.

Líklega starfaði þessi sveit aðeins þetta sumar undir þessu nafni en heimildir eru reyndar nokkuð misvísandi hvað það varðar, og gæti nafn sveitarinnar allt eins hafa komið upp árið 1979.