Partý (1979)

engin mynd tiltækHljómsveitin Partý starfaði í Mosfellsbæ (þá Mosfellssveit) 1979 og var skipuð ungum tónlistarmönnum sem sumir áttu eftir að auðga tónlistarlíf bæjarins.

Meðlimir Partýs voru bræðurnir Hjalti Úrsus Árnason hljómborðsleikari (og síðar kraftajötunn) og Þórhallur Árnason bassaleikari, Hákon Möller gítarleikari, Einar S. Ólafsson söngvari (oft kenndur við lagið Þú vilt ganga þinn veg), Karl Tómasson trommuleikari og Heimir Sigurðsson sem var að öllum líkindum píanóleikari.

Sveitin var skammlíf og þegar Birgir Haraldsson gekk til liðs þá félaga um sumarið 1979 breyttu þeir um nafn og kölluðu sig í kjölfarið Sextett Bigga Haralds. Síðar átti kjarni þessarar sveitar eftir að mynda Gildruna og fleiri sveitir kenndar við Mosfellsbæ.