Galgopar (1990-94)

Galgopar var söngflokkur starfandi á Akureyri á árunum 1990-94 og naut nokkurra vinsælda í heimabyggðinni og nærsveitunum. Galgopar komu fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1994 og var ýmist sagður vera kvartett eða kvintett. Upphaflega voru þeir fjórir talsins, Vilberg Jónsson (fyrsti bassi), Þorsteinn Jósepsson (annar bassi), Stefán Birgisson (annar tenór) og Óskar Pétursson (fyrsti tenór)…

Vormenn Íslands [4] (2001-06)

Snemma á öldinni voru tónleikar auglýstir undir yfirskriftinni Vormenn Íslands. Þar var um tvenns konar verkefni að ræða – annars vegar var það veturinn 2001 til 02 að tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Jón Rúnar Arason auk Ólafs Kjartans Sigurðssonar baritónsöngvara komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í nokkur skipti í Háskólabíói og sungu ýmsar þekktar…

Paxromania (1991)

Rafblússveitin Paxromania frá Akranesi starfaði 1991 og keppti þá í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Harðarson gítarleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari, Svanfríður Gísladóttir söngkona og Óskar Pétursson trommuleikari. Paxromania komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.