Prófessor X (1986)

Prófessor X

Prófessor X

Hljómsveitin Prófessor X var stofnuð snemma árs 1986 og hafði frá upphafi að geyma þá Ragnar Óskarsson bassaleikara (Bubbleflies o.fl.), Pétur Hallgrímsson gítarleikara (Cosa nostra o.m.fl.), Eyjólf Lárusson trommuleikara og Óskar Þórisson söngvara og saxófónleikara (Mogo homo, Taugadeildin o.fl.).

Sveitin starfaði einungis í nokkra mánuði og kom reglulega fram opinberlega, m.a. í tengslum við 200 ára afmælishátíð Reykjavíkurborgar sem haldin var síðsumars þetta ár.

Prófessor X hætti störfum undir þessu nafni um seint um haustið en poppaði upp á nýjan leik um áramótin 1986-87, og þá undir nýju nafni (E-X) og án Óskars. Reyndar gekk hún um nokkurra vikna skeið undir nafninu X.