Pottþétt serían [safnplöturöð] (1995-)

Pottþétt 1 - ýmsir

Umslag fyrstu Pottþétt plötunnar

Haustið 1995 settu plötuútgáfurnar Spor og Skífan sameiginlega á fót safnplötuseríuna Pottþétt en hún hefur að geyma vinsæl lög, einkum erlend í bland við íslensk sem líkleg eru til vinsælda. Pottþétt-serían er fyrir löngu orðin lífseigasta safnplötuserían á Íslandi og telur orðið hátt í hundrað plötur, sem flestar eru tvöfaldar þannig að hver plata inniheldur u.þ.b. fjörtíu lög.

Margar þematengdar plötur eru í þeim hópi og má í því samhengi m.a. nefna Pottþétt ást, Pottþétt jól, Pottþétt rokk o.fl. en sumir flokkarnir innihalda jafnvel orðið nokkrar plötur.

Pottþétt-serían er því vinsælasta safnplötuserían sem gefin hefur verið út á Íslandi.