Mjölnir (1993-97)

Litlar og haldbærar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Mjölni (sem er að öllum líkindum sama sveit og bar nafnið Þór og Mjölnir) en sveitin átti tvö lög á safnplötunum Lagasafnið 4 (1993) og Lagasafnið 6 (1997).

Á fyrrnefndu safnplötunni skipa sveitina þeir Hermann Ingi Hermannsson söngvari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þórir Úlfarsson hljómborðsleikari. Ekki er ljóst hvort þeir voru allir í sveitinni, t.d. Þórir Úlfarsson en hann kom að nokkrum lögum á þessari safnplötu. Þó svo að sveitin hafi átt efni á safnplötunni Lagasafnið 6 árið 1997 þarf ekki að vera að sveitin hafi þá verið starfandi.

Sveitin var þó starfandi sumarið 1993 og lék þá m.a. á óháðu listahátíðinni Ólétt 93, og ári síðar (1994) liggur fyrir að Flosi Þorgeirsson (Ham o.fl.) og áðurnefndur Sigurður Kristinsson voru í henni. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit má gjarnan senda Glatkistunni.