Melchior – Efni á plötum

Melchior – Björgúlfur Benóny Grímúlfur Melkjör Emanúel Egilsson Leir Fæt Bíleigandi Bergrisi Hermaníus Þengill Trefill [ep] Útgefandi: Melchior og Dieter Roth Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1974 1. The funny thinking man 2. Song of long forgotten fame Flytjendur: Karl Roth – gítar og raddir Hilmar Oddsson – söngur, píanó og selló Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson –…

Melchior (1973-80 / 2006-)

Saga hljómsveitarinnar Melchior skiptist í tvö tímabil, annars vegar er um að ræða Melchior áttunda áratugarins þegar nokkrir vinir úr menntaskóla stofnuðu hljómsveit sem starfaði í sjö ár og sendi frá sér tvær breiðskífur og eina smáskífu, hins vegar Melchior tuttugustu og fyrstu aldarinnar þar sem sami mannskapur að mestu leyti er orðinn ríflega aldarfjórðungi…

Miðnæturmenn (1979-80)

Veturinn 1979-80 starfrækti Bjarni Sigurðsson harmonikkuleikari frá Geysi tríóið Miðnæturmenn. Með honum í sveitinni voru Halldór Svavarsson gítarleikari og söngvari og Magnús Stefánsson trommuleikari og söngvari, sjálfur lék Bjarni á bassa auk þess að grípa til harmonikkunnar og cordovox, sem reyndar er náskylt harmonikkunni. Miðnæturmenn léku einkum og líklega eingöngu á dansleikjum á Suðurlandsundirlendinu.

Miðlarnir (1983-86)

Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983.…

Miðhraunstríóið (1973)

Árið 1973 var tríó stofnað, að líkindum á Akureyri undir nafninu Miðhraunstríóið. Það voru þeir Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted og Birgir Guðmundsson sem starfræktu tríóið en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi það starfaði. Þremenningarni gætu allt eins allir hafa leikið á gítar. Miðhraunstríóið mun hafa komið fram árið 2000 en óskað er eftir frekari…

Miðbunuþvag (2001)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Miðbunuþvag, þ.e. hverjir skipuðu hana og hvar, um starfstíma hennar og hljóðfæraskipan. Fyrir liggur að þessi sveit var starfandi árið 2001 en aðrar upplýsingar vantar um Miðbunuþvag.

Miðaldamenn – Efni á plötum

Miðaldamenn – Eftir ballið [ep] Útgefandi: Stúdíó Bimbó Útgáfunúmer: Bimbó 002 Ár: 1981 1. Eftir ballið 2. More 3. Plötusnúðurinn 4. Galdralagið Flytjendur: Sturlaugur Kristjánsson – bassi Birgir Ingimarsson – trommur Leó Ólafsson – hljómborð Erla Stefánsdóttir – söngur og raddir Snorri Guðvarðarson – söngur Viðar Eðvarðsson – saxófónn Leó Torfason – gítar Bimbókórinn –…

Miðaldamenn (1970-2014)

Hljómsveitin Miðaldamenn er ásamt Gautum þekktasta hljómsveit Siglfirðinga en hún hefur starfað með hléum frá 1970. Fjöldi manna og kvenna hafa farið í gegnum þessa sveit og hún hefur sent frá sér fáeinar plötur. Miðaldamenn voru stofnaðir haustið 1970 og voru upphaflegir meðlimir hennar Bjarki Árnason, Þórður Kristinsson, og Magnús Guðbrandsson en Sturlaugur Kristjánsson bættist…

Midas [2] (1972)

Hljómsveitin Midas var skammlíf sveit sem spilaði nánast eingöngu í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli. Sveitina skipuðu þeir Einar Júlíusson söngvari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Jón Skaptason gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og Már Elíson trommuleikari. Þegar Einari söngvara og Kristni saxófónleikara bauðst að ganga til liðs við Musicamaxima, hætti Midas störfum.

Mind as mine – Efni á plötum

Mind as mine – Author of your dreams [demo snælda] Útgefandi: [Deep cave communications] Útgáfunúmer: [Deep cave communications 001] Ár: 1997 1. Author of your dreams (Midnight mix) 2. Voices from the heavens (Ancient transmission mix) 3. Frozen in the waters of endless time (Who chained the stars?) Flytjendur: Guðmundur Óli Pálmason – söngur [engar…

Mind as mine (1996-99)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Mind as mine, hún lék rokk í þyngri kantinum (black metal) og átti tvö lög á safnplötunni Fire & ice: an icelandic metal compilation, sem kom út síðla árs 1996. Tvö demó komu jafnframt út á kassettum með sveitinni,  Author of your dreams (1997) og I am god now…

Mikki refur (1991-92)

Hljómsveitin Mikki refur var nokkuð áberandi á öldurhúsum borgarinnar 1991 og 92, einkum á Tveimur vinum og Gauknum. Sveitina skipuðu þeir Jón Ari Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Jósep Gíslason hljómborðsleikari, Höskuldur Örn Lárusson gítarleikari og söngvari og Ingi R. Ingason trommuleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um mannabreytingar í Mikka ref. .

Mikey (1997)

Hljómsveit að nafni Mikey var starfandi árið 1997, að öllum líkindum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin lék á tónleikum í Norðurkjallara skólans í febrúar það ár og komu því út á plötunni Tún (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara), sem hafði að geyma upptökur frá þeim tónleikum. Á þeirri plötu voru, samkvæmt heimild meðlimir Mikey sagðir vera…

Afmælisbörn 2. október 2019

Afmælisbörn dagsins eru fjögur í dag, þetta er dagur trommuleikara: Birgir Baldursson trommuleikari er fimmtíu og sex ára gamall. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím, Hitchcock, Jónatan…