Midas [2] (1972)

Midas

Hljómsveitin Midas var skammlíf sveit sem spilaði nánast eingöngu í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli.

Sveitina skipuðu þeir Einar Júlíusson söngvari, Gunnar Bernburg bassaleikari, Jón Skaptason gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og Már Elíson trommuleikari.

Þegar Einari söngvara og Kristni saxófónleikara bauðst að ganga til liðs við Musicamaxima, hætti Midas störfum.