Mjólkurstöðin [tónlistartengdur staður] (1945-53)

Mjólkurstöðin við Laugaveg var um skeið einn vinsælasti skemmtistaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en Guðmundur Kristjánsson rak staðinn í umboði Mjólkursamsölunnar á efstu hæð hússins á árunum 1945 til 53, húsið var reist 1945. Fjöldi hljómsveita lék fyrir dansi í Mjólkurstöðinni og er KK-sextettinn líkast til þekktust sveita sem þar lék en hún lék þar nýstofnuð haustið…

Minningar [safnplöturöð] – Efni á plötum

Minningar – ýmsir Útgefandi: PS músík Útgáfunúmer: PS 91071 / PS 91072 Ár: 1991 1. Erna Gunnarsdóttir – Augun þín 2. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Hvert örstutt spor 3. Páll Óskar Hjálmtýsson – Yndislegt líf 4. Ari Jónsson – Móðurminning 5. María Björk Sverrisdóttir – Ástarbréf 6. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Aldrei einn á ferð 7. Erna Gunnarsdóttir, María Björk…

Minningar [safnplöturöð] (1991-2000)

Safnplötuserían Minningar naut nokkurra vinsælda á síðasta áratug síðustu aldar en þrjár plötur komu út í röðinni og höfðu að geyma þekkt lög í meðförum vinsælustu söngvara landsins s.s. Páls Óskars Hjálmtýssonar, Diddúar, Ernu Gunnarsdóttur, Guðrúnar Gunnarsdóttur og Bergþórs Pálssonar svo nokkur dæmi séu hér nefnd. Það voru þau María Björk Sverrisdóttir og Pétur Hjaltested…

Mínus [1] (1996)

Sumarið 1996 var starfandi hljómsveit í Stykkishólmi en hún hét Mínus og var skipuð meðlimum í yngri kantinum. Ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan og starfstíma og er því hér með óskað eftir þeim.

Mín [2] (1988)

Hljómsveitin Mín spilaði í nokkur skipti á skemmtistaðnum Hollywood vorið 1988 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði. Meðlimir hennar voru Guðlaugur Pálsson trommuleikari, Atli Viðar Jónsson bassaleikari og söngvari, Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Pétur Hreinsson hljómborðsleikari.

Mín [1] (1973)

Hljómsveitin Mín starfaði árið 1973, lék þá á Hótel Borg en ekki finnast neinar haldbærar heimildir um þessa sveit, meðlima- eða hljóðfæraskipan hennar. Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Mínir menn (?)

Hljómborðsleikarinn Nikulás Róbertsson lék á einhverjum tímapunkti með hljómsveit sem bar heitið Mínir menn. Af nafngiftinni að dæma hefur þessi sveit verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. ekki á Vopnafirði þaðan sem Nikulás kemur upphaflega snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Mímósa [1] (1976-82)

Hljómsveitin Mímósa starfaði um árabil í Bolungarvík á síðari hluta áttunda áratugar tuttugustu aldar, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á árunum 1976-82 en á einhverjum tímapunkti í upphafi gekk hún undir nafninu Krosstré. Upphaflega voru í Mímósu þeir Brynjólfur Lárusson söngvari og gítarleikari, Jónmundur Kjartansson trommuleikari (síðar yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra), Pálmi…

Bítilbræður (2016-)

Hljómsveitin Bítilbræður hefur verið starfandi frá árinu 2016 og leikur mestmegnis eins og nafn hennar gefur kannski til kynna, tónlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Það var Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari sem stofnaði sveitina vorið 2016 og aðrir stofnmeðlimir voru þeir Þórólfur Guðnason bassaleikari, Guðmundur Eiríksson hljómborðsleikari, Ársæll Másson gítarleikari og Gunnar Ringsted…

Bambinos (1996-2007)

Hljómsveitin Bambinos starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum á minni samkomum s.s. árshátíðum og afmælum. Uppistaðan í sveitinni upphaflega voru læknar á Landspítalanum. Bambinos var stofnuð haustið 1996 í því skyni að leika í fimmtugs afmæli og voru upphafsmeðlimir læknarnir og söngvararnir Þórólfur Guðnason gítarleikari og Viðar Eðvarðsson tenórsaxófónleikari,…

Mjá (1983)

Hljómsveitin Mjá var auglýst ásamt fleiri sveitum fyrir tónleika í Norðurkjallara Menntaskólans í Hamrahlíð í febrúar 1983. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 16. október 2019

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er tuttugu og níu ára í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and…