Mínir menn (?)

Hljómborðsleikarinn Nikulás Róbertsson lék á einhverjum tímapunkti með hljómsveit sem bar heitið Mínir menn. Af nafngiftinni að dæma hefur þessi sveit verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. ekki á Vopnafirði þaðan sem Nikulás kemur upphaflega snemma á áttunda áratug síðustu aldar.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökkum.