Bítilbræður (2016-)

Bítilbræður

Hljómsveitin Bítilbræður hefur verið starfandi frá árinu 2016 og leikur mestmegnis eins og nafn hennar gefur kannski til kynna, tónlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Það var Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari sem stofnaði sveitina vorið 2016 og aðrir stofnmeðlimir voru þeir Þórólfur Guðnason bassaleikari, Guðmundur Eiríksson hljómborðsleikari, Ársæll Másson gítarleikari og Gunnar Ringsted gítarleikari.

Þannig voru Bítilbræður skipaðir þar til í ársbyrjun 2019 þegar Meyvant Þórólfsson gítarleikari kom í stað Gunnars, og Ari Agnarsson hljómborðsleikari leysti Guðmund af hólmi.