Miðnæturmenn (1979-80)

Miðnæturmenn

Veturinn 1979-80 starfrækti Bjarni Sigurðsson harmonikkuleikari frá Geysi tríóið Miðnæturmenn. Með honum í sveitinni voru Halldór Svavarsson gítarleikari og söngvari og Magnús Stefánsson trommuleikari og söngvari, sjálfur lék Bjarni á bassa auk þess að grípa til harmonikkunnar og cordovox, sem reyndar er náskylt harmonikkunni.

Miðnæturmenn léku einkum og líklega eingöngu á dansleikjum á Suðurlandsundirlendinu.