Mikki refur (1991-92)

Hljómsveitin Mikki refur var nokkuð áberandi á öldurhúsum borgarinnar 1991 og 92, einkum á Tveimur vinum og Gauknum.

Sveitina skipuðu þeir Jón Ari Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Jósep Gíslason hljómborðsleikari, Höskuldur Örn Lárusson gítarleikari og söngvari og Ingi R. Ingason trommuleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um mannabreytingar í Mikka ref.

.