Mind as mine (1996-99)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Mind as mine, hún lék rokk í þyngri kantinum (black metal) og átti tvö lög á safnplötunni Fire & ice: an icelandic metal compilation, sem kom út síðla árs 1996. Tvö demó komu jafnframt út á kassettum með sveitinni,  Author of your dreams (1997) og I am god now (1999) með samtals sjö lögum.

Svo virðist sem sveitin hafi verið eins manns verkefni Guðmundar Óla Pálmasonar en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar og má senda Glatkistunni.

Efni á plötum