Músíkbandið [1] (1988)

Músíkbandið var skammlíf hljómsveit sem virðist einungis hafa komið fram í örfá skipti á skemmtistaðnum Evrópu í febrúar 1988. Meðlimir Músíkbandsins voru Þórður Bogason söngvari, Einar Jónsson gítarleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Pétur Pétursson hljómborðsleikari og Kristófer K. [?] bassaleikari.

Bómull og Einar (um 1990)

Hljómsveitin Bómull og Einar var eins konar angi eða útibú út frá Júpíters sem starfaði í kringum 1990. Ekki er að finna neinar heimildir um Bómul og Einar en Einar sá sem vísað er til er líklega Einar Jónsson básúnuleikari Júpíters. Óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitina.

Borgarsveitin (1991)

Borgarsveitin var húshljómsveit á skemmtistaðnum Borgarvirkinu haustið 1991 og lék einkum kántrítónlist. Meðlimir sveitarinnar voru Pétur Pétursson hljómborðsleikari, Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari en þeir sungu einnig allir. Söngvararnir Anna Vilhjálms og Bjarni Ara skiptust á að syngja með Borgarsveitinni en einnig söng Sigurður Johnny með henni í nokkur skipti.

Tíví (1983)

Árið 1983 starfaði á höfuðborgarsvæðinu hljómsveitin Tíví í fáeina mánuði en meðlimir hennar komu úr ýmsum áttum. Það voru þau Einar Jónsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari, Bjarni [Sveinbjörnsson?] bassaleikari, Edda Borg hljómborðsleikari og söngkona sem gekk undir nafninu Tircy, sem skipuðu Tíví. Sveitin var stofnuð um vorið og starfað eitthvað fram á haustið…

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Texas Jesús (1993-96 / 2008-)

Hljómsveitin Texas Jesús vakti nokkra athygli á síðasta áratug 20. aldarinnar fyrir frumlegheit og skemmtilega sviðsframkomu. Sveitin sem starfaði í Keflavík hófst sem samstarf Sigurðar Óla Pálmasonar og Sverris Ásmundssonar og segir sagan að dúettinn hafi í fyrst gengið undir nafninu Ástardúettinn Siggi og Sverrir. Smám saman bættist í hópinn og vorið 1993 hlaut hann…

Þrumuvagninn (1981-82)

Sumir vilja meina að hljómsveitin Þrumuvagninn sé fyrsta þungarokksveit íslenskrar tónlistarsögu og líklega má færa nokkuð góð rök fyrir því. Tilurð Þrumuvagnsins er örlítið flókin en hún er í raun sama sveit og Tívolí sem hafði starfað í að minnsta kosti fimm ár við góðan orðstír og m.a.s. gefið út lag sem naut heilmikilla vinsælda…

Demo (1979-81)

Hljómsveitin Demo (Demó) var nokkuð áberandi á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins um það leyti sem pönk- og nýbylgjuæðið reið yfir, sveitin var þó á allt annarri línu en hún lék danstónlist með fusion ívafi. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1979 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana við stofnun. Í ársbyrjun 1980 voru hins vegar Einar…

Drýsill (1983-86)

Þungarokkssveitin Drýsill starfaði um þriggja ára skeið um miðjan níunda áratug liðinnar aldar og gaf út eina plötu. Stofnmeðlimir Drýsils voru þeir Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Einar Jónsson gítarleikari en sveitin var stofnuð um haustið 1983. Reyndar hafði Eiríkur, sem hafði frumkvæðið að stofnun sveitarinnar, fyrst prófað…

Rondó tríó (1955-70)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í fimmtán ár og lagði alltaf áherslu á að leika gömlu dansana þrátt fyrir ýmsa strauma og stefnur sem sjötti og sjöundi áratugurinn leiddi af sér í tónlistinni. Meðlimir Rondó voru upphaflega fjórir og því gekk sveitin fyrst um sinn undir nafninu Rondó kvartett. Sveitin lék fyrst og fremst í…

Orgill (1990-93)

Orgill var sérstök hljómsveit sem vakti athygli fyrir sérstaka tónlist, gaf út eina plötu og hvarf fljótlega eftir það. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1990 af nokkrum félögum sem höfðu verið í hljómsveitum eins og Rauðum flötum, De Vunderfoolz og Síðan skein sól þannig að meðlimir komu úr ýmsum áttum. Orgill mun upphaflega hafa verið…

E.J. bandið (1996)

E.J. bandið var pöbbaband starfandi 1996 en það var samstarf Einars Jónssonar söngvara og gítarleikara og Færeyingsins Jens Tummas Næss söngvara og bassaleikara. Einar hafði áður starfað með Torfa Ólafssyni undir nafninu E.T. bandið. Þeir félagar störfuðu líkast til í stuttan tíma og höfðu með sér trommuheila til uppfyllingar.

E.T. Bandið (1990-95)

E.T. bandið (ET bandið) lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar á árunum 1990-95, mest þó síðari hluta tímabilsins. Um var að ræða dúett þeirra Einars Jónssonar og Torfa Ólafssonar og léku þeir og sungu á gítar og hljómborð, stundum höfðu þeir gestasöngvara meðferðis en þar má nefna þau Bjarna Arason og Önnu Vilhjálms, svo einhver…

ASIA (1980)

Blúskvartettinn ASIA var starfandi sumarið 1980 og innihélt þá Gunnar Hrafnsson á bassa, Bobby Harrison (Procul harum) á trommur, Gus Isadore á gítar og Einar Jónsson (Demo) á gítar. Sveitin kom fram í breskum rokkþætti hjá BBC en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hana.

Cobra (1977)

Reykvíska hljómsveitin Cobra starfaði í nokkra mánuði árið 1977. Sveitin, sem lék eins konar fönkrokk í bland við venjulega balltónlist, var skipuð söngvurunum Geir Gunnarssyni og Rafni Sigurbjörnssyni en aðrir meðlimir Cobra voru Ágúst Birgisson bassaleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari og bræðurnir Eyjólfur og Einar Jónssynir trommu- og gítarleikarar. Svo virðist sem bassaleikarinn Brynjólfur Stefánsson hafi…

Röddin (1984-86)

Hljómsveitin Röddin var í raun sama sveit og The Voice, sem stofnuð var 1984 en vorið 1986 breytti sveitin um nafn. Hún var þá skipuð þeim Davíð Traustasyni söngvara, Einari Á. Ármannssyni trommuleikara, Össuri Hafþórssyni bassaleikara og Gunnari Eiríkssyni gítarleikara. Sveitin vann að fjögurra laga plötu sumarið 1986 en hún kom aldrei út, Róbert Alan…

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í þrítugasta og annað skiptið en þeir hafa verið á dagskrá kórsins samfleytt frá árinu 1982. Dagskráin hófst í gær, 2. nóvember með hátíðarmessu í Dómkirkjunni og með tónleikum í Neskirkju um kvöldið þar sem Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar flutti Requiem eftir franska tónskáldið G. Fauré, einsöngvarar voru Fjölnir…