Borgarsveitin (1991)

Borgarsveitin

Borgarsveitin var húshljómsveit á skemmtistaðnum Borgarvirkinu haustið 1991 og lék einkum kántrítónlist.

Meðlimir sveitarinnar voru Pétur Pétursson hljómborðsleikari, Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari en þeir sungu einnig allir. Söngvararnir Anna Vilhjálms og Bjarni Ara skiptust á að syngja með Borgarsveitinni en einnig söng Sigurður Johnny með henni í nokkur skipti.